Tónlistarnám (Söngur eða hljóðfæri) sem val í frístund

Tónlistarnám (Söngur eða hljóðfæri) sem val í frístund

Setja ætti einstaklingsmiðað tónlistarnám inn í kennsluskrá grunnskólana. Þó ekki sem skyldu, heldur sem val eftir að hefðbundinni kennslu lýkur. Það er að segja að tíminn sem krakkar eru í frístund sé notaður í staðbundið tónlistarnám í grunnskólum.

Points

Með því að setja einstaklingsmiðað tónlistarnám inn sem valfag í grunnskólana , ættu allir krakkar að geta lært söng eða að spila á hljóðfæri, óháð stöðu eða fjárhagi foreldra. Hvort sem um er að ræða söng eða á eitthvað ákveðið hljóðfæri. Tónlistarnám er dýrt , þá sérstaklega fyrir stórar fjölskyldur og einnig hjá þeim sem eru með börnin í annari æskulýðsstarfsemi og mikilvægt að börn fái innsýn inn í heim tónlistarinnar, þó þannig að þau velji sjálf (eftir hefðbundna kennslu).

Til þess að þetta gangi þarf starfsfólk frístundaheimila að kunna tónfræði og hafa reynslu af mismunandi hljóðfærum. Ef einn starfsmaður hefur kunnáttuna er líka ósanngjarnt að þvinga hann til að hafa tónlistarkennslu. Frístund tekur ekki bara mið af áhugasviðum barnanna heldur líka starfsmanna. Launin í frístund eru það léleg að það myndi enginn vinna þar ef hann væri að sinna sömu vinnu og tónlistarkennari. Það er nógu erfitt að finna fólk í þessa vinnu nú þegar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information