Stjórnarskrárfræðsla

Stjórnarskrárfræðsla

Nauðsynlegt er að enginn sé útskrifaður úr skyldunámi án þess að hafa hlotið fræðslu um stjórnarskránna og þau grundvallargildi sem hún byggist á, svo sem þrískiptingu ríkisvaldsins, hverjir fara með það vald og hvernig. Einnig þarf að leggja áherslu á fræðslu um stjórnarskrárbundin mannréttindi og samspil þeirra við aðra löggjöf í því lýðræðissamfélagi sem við hljótum öll að vilja byggja.

Points

Í Bandaríkjunum er stjórnarskráin og fræðsla um hana hluti af því grundvallarnámsefni sem nemendum er kennt í öllum grunnskólum landsins. Fyrir vikið verða þeir meðvitaðir um réttindi sín og valdmörk stjórnvalda eftir að þeir útskrifast og halda af stað út í lífið sem fullveðja borgarar. Á Íslandi hefur því miður lítið farið fyrir slíkum áherslum og úr því þarf að bæta. Grundvallarreglur samfélagsins eru lítils virði ef borgurunum er ekki kunnugt um þær og mikilvægi þeirra í lýðræðissamfélagi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information