Í bænum Skagen í Danmörku sá ég mávafælur sem dugðu mjög vel. Þetta er langar stangir sem settar voru á hús við höfnina og á þær voru n.k. flugdrekar í líki ránfugla. Mávar halda að hér séu raunverulegir fuglar og halda sig fjarri. Þetta má etv setja á hús við Tjörnina meðan andarungar eru smáir til að halda mávunum í burtu. - Sjá myndir.
Mávafælurnar dugðu vel í bænum Skagen. Þar er stundum hífandi rok, rétt eins og hér. Það mætti spyrjast fyrir um það úr hverju þær eru gerðar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation