Göngubrú yfir Miklubraut

Göngubrú yfir Miklubraut

Hugmyndin er að gera svipaða göngubrú á milli Háaleitisbrautar og Grensásvegar og er annars staðar við Miklubraut. Göngubrúin á að tengja saman samgöngur fyrir bæði gangandi og hjólandi vegfarendur. Hér eru tvö hættuleg gatnamót á milli svo að það fer ekki á milli mála að þetta er raunhæfur kostur.

Points

Það eru núna þrjár göngubrýr sem tengja svæði milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar/Sæbrautar. Ein er hjá Kringlunni, önnur við Skeifuna og sú þriðja er nálægt Gnoðarvogi. Hins vegar vantar göngubrú yfir svæðið milli Háaleitisbrautar og Grensásvegar. Það eru góð rök fyrir því að byggja göngubrú þarna yfir, í fyrsta lagi er þetta hættulegasta gatan á Íslandi, í öðru lagi er þetta umferðarmesta gatan á Íslandi og í þriðja lagi er gatan með þeim breiðustu með allt að 7 akreinar hvoru megin.

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd og telur hana ekki tæka í kosningu um Betri hverfi af tveimur ástæðum. Hugmyndin sprengir fjárhagsrammann og er þar að auki ekki inni á skipulagi. Hópurinn mælist til að við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar verði þessari hugmynd vísað inn í umræðu um væntanlegt hverfisskipulag.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information