Götugrillsstemming allt árið! -Föst grill á Vitatorg

Götugrillsstemming allt árið! -Föst grill á Vitatorg

Hugmyndin er að setja upp föst kolagrill á Vitatorg. Fólk gæti svo komið með sín eigin kol. Einnig þyrfti að setja upp borð og bekki, svo fólk gæti notið matarins.

Points

Margir af íbúum Hverfisgötu búa ekki svo vel að eiga garð við húsið sitt. Þar af leiðandi eru þeim takmörk sett þegar að grillanganin fyllir vitin, nánast um leið og frost fer úr jörðu. Væri ekki gaman ef Miðborgarbúar hefðu stað til að halda grillveislur og götugrill? Ólíkt litlum samfélögum úti á landi er lítil hverfisvitund hjá íbúum borgarinnar og fáir þekkja nágranna sína vel. Aðstaða sem þessi gæti leitt af sér fleiri götugrill og eflt tengsl fólks við nágranna sína.

Vertu með í að skapa stemningu á Vitatorgi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information