Hokkí / bandí / skotbolti - Fjölnota BATTAVÖLL

Hokkí / bandí / skotbolti - Fjölnota BATTAVÖLL

Búa til battavöll með þarfir street hokkí og bandí í huga. Þ.e. með steyptri plötu, háum böttum og rúnuðum hornum. Jafnvel hægt að setja vatn á völlinn á veturna ef það fyrstir og nota sem íshokkí eða almennt skautasvæði. Einnig tilvalið til að spila allskonar leiki eins og skotbolta og brennubolta. Það vantar völl fyrir street hokký þar sem hægt er að æfa sig, alveg eins og fyrir þá sem spila fótbolta og hafa fullt af litlum völlum til að æfa sig.

Points

Nú þegar er hægt að spila folf og fara í strandablak þarna í Gufunesi. Það er líka ágætis hjólabrettasvæði og grill aðstaða. Um að gera að halda áfram að gera þetta svæði að flottu útivistarsvæði. Battavöllur myndi örugglega nýtast mörgum. Fyrir utan þá sem spila bandi eða hokkí, væri hægt að spila handbolta, eða fótbolta eða eitthvað annað. Svo gæti frístundamiðstöðin örugglega notað hann fyrir litlu krakkana ofl. Kannski hægt að fella hann inn í landslagi, þannig að hann verði í skjóli.

Þetta er að mér finnst frábær hugmynd. Svona völlur er fjölnota bæði yfir sumar og vetrarmánuðina. Einnig eykur svona völlur fjölbreytni bæði í íþróttastarfi og leik. Ég myndi gjarnan vilja fá svona völl á fleiri staði í borginni. En fínt að byrja í Gufunesi.

Þetta væri til þess að styðja enn við þá fínu aðstöðu sem er til staðar í Gufunesbæ. Í samfélagi þar sem íþróttastarf á undir högg að sækja í samkeppni við tölvuleiki veitir ekki af að bæta við valkostum. Það er af því góða að gefa ungmennum kost á því að stunda holla og góða hreyfingu undir berum himni. Við hjá Skautafélaginu Birninum fögnum þessari tillögu og styðjum hana 100 prósent. Sigurður Sigurðsson Formaður Skautafélagsins Bjarnarins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information