Forritunarkennsla á öllum skólastigum

Forritunarkennsla á öllum skólastigum

Börnum verði kennd forritun á öllum skólastigum. Forritun er verkfæri sem er frábært til þess að koma skapandi hugsun í framkvæmd í hvaða fagi sem er. Þetta er tól sem sérhver einstaklingur á að geta gripið í til þess að skapa og leyfa ímyndunaraflinu að fljúga af stað.

Points

Forritun er sköpun. Fólk á ekki að vera hrætt við forritun. Með því að innleiða forritunarkennslu inn í öll skólastig brjótum við þann hræðslumúr niður. Múrinn hamlar okkur í að nota þetta frábæra tól til þess að gefa hugmyndarfluginu okkar lausan tauminn. Forritun er orðið miðlægt fag í okkar samfélagi, líkt og stærðfræðin er fyrir margar raungreinar. Hana þarf að efla og hún er best lærð frá unga aldri.

Hér þarf bara að fara af stað. Of miklum tíma er eytt í að reyna að finna einhverja eina leið til að kenna forritun og svo verði kennarar að læra allt um það áður en það er hægt sé að leggja af stað. Hinsvegar hafa grunnforsendur forritunar lengi verið kenndar sem hluti af rökfræði í fögum eins og stærðfræði og málfræði. Það ætti einfaldlega að vera skemmtileg vegferð nemenda og kennara að innleiða forritun í nám og kennslu. Nóg af efni til.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information