Göngustígurinn við norðanverðan Voginn er malarstígur og einn af fáum á svæðinu. Þetta tel ég kost við þennan stíg og er á móti því að hann verði malbikaður en lagfæra þarf stíginn. Þegar hann var gerður voru settir nokkri stöplar ú stuðlabergi á u.þ.b. miðhluta stígsins. Nú er búið að laga stuðlabergsstöplana sem voru fallnir en gera þarf stíginn breiðari á þessu svæði og setja upp bekk. Þarna er gróðurinn lægri en víðast á svæðinu og útsýni gott yfir Voginn til Esjunnar.
Í rigningartíð og svo þegar hálka hefur myndast á stígum er gott að geta gengið á malarstígum. Þeir haldast bestur þurrir í rigningu og síður myndast á þeim hálka. Einnig er undirlag mýkra á malarstíg en á hinu eilífa borgarmalbiki. Frábært væri að hafa bekki á stígnum miðjum þar sem útsýni gefst til Esjunnar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation