Í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu hafa undanfarin ár verið gerðar tilraunir með svokallað Housing First Program, þar sem heimilislausum er strax komið í eigið húsnæði, án milliþrepa eins og gistiskýla og sambýla, og án kröfu um að áfengis- eða fíkniefnameðferð sé lokið. Þetta virðist hafa gefist vel, auk þess að spara yfirvöldum háar upphæðir. Nánari upplýsingar má finna á www.socialstyrelsen.dk/housingfirsteurope
Erlendis hlýst mikill kostnaður, að ekki sé minnst á þjáningar, vegna krónísks heimilisleysis. Ekki er ástæða til að ætla að annað eigi við hér. Með því að koma heimilislausum sem fyrst af götunni og í húsnæði með stuðningi mætti spara fé, minnka álag á bráðamóttöku og lögreglu, og hjálpa fólki að verða aftur virkir þáttakendur í samfélaginu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation