Skjól belti við innkomu í Staðrhverfi

Skjól belti við innkomu í Staðrhverfi

Mig langar að sjá skjólbelti sett í hæðina milli Korpúlfsstaðavegar og golfvallar (Korpu). Í þessa hæð vantar trjágróður til að brjóta upp vind, stoppa snjó og veita skjól. Þetta ætti að ná alla leið í þessari hæð (hækkun) frá Korpúlfsstöðum og að Korpuánni ( ca. að afleggjara að Barðastöðum). Ég vil leggja til að þarna verði plantað öspum og grenitrjám

Points

Ég er fylgjandi þeirri hugmynd að skapa skjól fyrir Staðahverfi og þá sérstaklega skólalóðina sem er einkar óvistlegur staður þegar kaldir vindar blása á veturna. Ég hefði samt kosið að sjá gróðursett þannig að sem minnst þurfi að hreinsa úr beðum þar sem slíku hefur ekki verið vel sinnt hingað til innan hverfisins. Alveg óþarfi að búa til fleiri beð sem lítið sem ekkert er hirt um.

Þessi hugmynd var kosin en ekki kláruð hana þarf að klára.

Okkur vantar gróður og skjól í borgina okkar.

Ég er ekki ánægður með hvernig búið er að útfæra þessa hugmynd og myndi vilja heyra frá umsjónarmanni Betri Reykjavíkur um niðurstöðuna. Ég lagði til tillögu um að gróður setja skjólbelti í hæðina milli Korpulfsstaðarvegar og golfvallar Korpu. Beltið er átti að ná frá Korpúlfsstöðum að Korpuánni. Lagði þar til að yrðu plantað öspum og grenitrjám. Nú er búið að gróður setja í hluta leiðar með stórum götum á milli birkitré, eftir því sem ég sé. Eiga aspir og greinitré eftir að koma ? Mun verða farið að tillögu að láta þetta ná alla leið eins og tillagan leggur til en eins og staðan er í dag þá eru bara nokkrir bútar komnir ? Kosið var um þetta og fékk tillaga kostningu þar var kosið um alla leið. Hversvegna eigum við að leggja til tillögur og kjósa um þær ef þetta er niðurstaðan ?

Með því að planta trjám í útjöðrum byggðar þá búum við okkur til skjól í íbúðarbyggð. Hávaxinn trjágróður er ekki góður heim við hús en í útjarði byggðar býr hann okkur gott skjól. Með því að planta trjám þarna þá aukum við skjól við skólann okkar Kelduskóla-Korpu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information