Málað verði yfir veggjakrot íbúum að kostnaðarlausu

Málað verði yfir veggjakrot íbúum að kostnaðarlausu

Málað verði yfir veggjakrot íbúum að kostnaðarlausu

Points

Krotað hefur verið á veggi margra húsa í Vesturbæ, sérstaklega í gamla Vesturbænum. Framnesvegur og mörg undirgöng á þessu svæði hafa orðið illa úti. Á þetta sérstaklega við um fjölbýlishús og er erfitt fyrir íbúana að eiga við þetta. Setur þetta ljótan svip á hverfið. Borgin gæti boðist til að setja vinnuflokka, t.d. ungmenna í málið, sem myndu mála yfir krotið. Að sjálfsögðu myndi verða haft samráð við íbúa og eigendur þeirra bygginga sem orðið hafa fyrir barðinu á kroturum.

Sjá rök á móti. Það þyrfti að fjarlægja veggjakrot en með öðrum hætti en hefur verið stungið upp á.

Þessi rök eru að sumu leyti með en að sama skapi á móti einnig. Það er ekki alltaf lausn að mála alls staðar yfir veggjakrot. Sumt er ekki með málningu fyrir og ekki ætlað að mála á. Til eru ansi góð efni til að fjarlægja veggjakrot og nú nýlega eru komin fyrirbyggjandi efni, glær efni sem hægt er að þvo veggjakrot af með einföldum hætti og það nokkur hundruð sinnum án þess að það þurfi að bera varnarefnið á flöt á milli þvotta. Hágæði ehf hefur með góðu móti sinnt þessum verkefnum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information