Vægt gjald fyrir ó-fastagesti á sumrin. Meira hreinlæti.

Vægt gjald fyrir ó-fastagesti á sumrin. Meira hreinlæti.

Sammála þeim sem talar um að aðstaða ætti að vera gjaldfrjáls fyrir þá sem stunda sjósund reglulega, einhversskonar félagasystem. Aðrir mættu borga smá fyrir notkun, t.d. bara á sumrin (ekki hafa það jafn dýrt og er orðið í sund). En mikilvægast af öllu er að allir fari í sturtu áður en þeir fara í pottinn, eins og þetta er núna koma heilu rútunar af börnum og túristum sem fara í sundföt og beint í pott án þess að þvo sér. Hægt að merkja sápur betur og nota innkomu í að fylgja þessu eftir.

Points

Það ætti að hvetja fólk til að nýta sér sjósund með því að hafa gjaldfrjálst fyrir fastagesti og vægt gjald fyrir aðra. Einnig ætti að hækka standard á baðsvæðinu því flestir vilja að ég held baða sig í hreinum potti. Þyrfti ekki að nota innkomu í að bæta aðstöðuna sjálfa mikið. Bara bæta við skilti sem bendir á hvar sápan er og hafa soldla eftirfylgni. Túristar hafa ekki hugmynd um sundvenjur hér og eðlilegt er að hjálpa þeim aðeins með því að hafa merkingar skýrar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information