Sekta þá sem henda tyggjói á gangstéttir

Sekta þá sem henda tyggjói á gangstéttir

Sekta þá sem henda tyggjói á gangstéttir

Points

Það er alveg skelilegt að taka eftir því þegar almenningur kærir sig ekki um að henda tyggjó í ruslatunnur, en þess í stað hendir fólk tyggjói á gangstéttir, sem er viðbjóðslegt. Ég legg til að komið verður á hreinsunarstarfi út um allt höfuðborgarsvæðið og að því verði bæði hverfisskipt og hreinsunarfólki sé dreift jafnt um öll hverfi, eða að við hættum að henda tyggjói á gangstéttir og notum ruslatunnurnar í staðinn, því að gangstéttir eru ekki rusl! Að henda því í ruslatunnu er létt!

Verst hvað erfitt gæti verið að ná í þessa sóða

Það er orðið svo hvimleitt að sjá þessar skellóttu stíga og gangstéttar. Fólk ætti að geta verið með tissue eða plastpoka í vasa og setja tyggigúmíið í næstu ruslafötu

Bæta við athugasemd

Nákvæmlega, í staðinn fyrir að henda tyggjói á gangstéttir, sem er bara viðbjóður.

Já, það er stóri hængurinn við þetta mál.

Ekki henda tyggjói á gangstéttir!

Vistaði óvart sem rök á móti.

Ég vil bara ekki sjá það að fólk geri svona lagað. Það vill enginn gera það. Svona bann ætti víst að vera áhrifaríkt, svo að fólk gæti hætt að henda tyggjói á gangstéttir. Vilt þú kannski bjóða fólki uppá það að henda þessu á gangstéttir? Myndi þér ekki finnast það viðbjóður?

Ég vil bara ekki sjá svona viðbjóð á gangstéttum. Það vill það enginn. Fólk, sem vinnur við að hreinsa upp tyggjó af gangstéttum, á ekki að vera endalaust að standa í því að hreinsa upp endalaust af tyggjóum af gangstéttum. Það er þó alveg skiljanlegt af hverju börn gera svona. En ég vil að fólk hætti þessu, í staðinn fyrir að henda tyggjói á gangstéttir. Það á að henda tyggjói í ruslatunnur, það er ekki flókið!

Það væri hægt að sekta börnin, en foreldrarnir borga ekki heldur borga börnin sektirnar þegar þau verða fjárráða.

Ágætis leið til að niðurgreiða kostnað við að ná tyggjóklessum af gangstéttum.

Ég hugsa að flestir sem henda tyggjói í götuna séu börn eða unglingar. Það gæti orðið mjög erfitt að sekta þessa hópa af því að þeir eru ekki fjárráða. Lögreglan þyrfti þá væntanlega að sekta foreldrana sem gæti orðið ansi mikill hausverkur.

Þetta er ekki nógu nikill glæpur til þess að sekta fyrir og bann við þessu myndi ekki hafa mikil áhrif hvort sem er.

Hvernig þjóðfélag vill fólk búa í, lögregluríki?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information