Um er að ræða glæsilega byggingu yfir gatnamót Háaleitisbrautar og Miklabrautar. Byggingin væri kennileiti að utan og myndi falla vel inn í umhverfið. Það yrði þó gert í stórum stíl svipað og frelsisstyttan í New York með tilliti til íslenska náttúrulist. Útlit byggingarinar myndi tákna mannréttindi, réttlæti og virðing. Innviðir væru stúdíó og bíósalur, veitingastaður, menningarsafn og bókasafn. Hugmyndin er að skapa upplifun þar sem gestir geta tekið þátt og í sameiningu skapað list.
Við lifum á tímamótum þar sem hver og einn getur haft áhrif á framtíð heimsins en einnig á tímum þar sem hégómi, valdafíkn og græðgi hefur heftað samfélög okkar frá því að verða völlur jafna tækifæra með þau áhirf að skapa ótraust milli manna. Nú, þegar sviðsljósið hefur undanfarið verið á Íslandi og ferðamannavöxtur aukist er mikilvægt að sýna fordæmi til heimsins. Skilboðin væru ,,ást til allra jarðarbúa óháð kyni, kynþætti eða kynferði". Hugmyndin ýtir undir hamingju sem leiðir til friðs.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation