Endurnýja hjólreiðastíg í Laugardal, meðfram Suðurlandsbraut og nota um leið tækifærið og leggja hita undir stíginn.
Hjólreiðastígurinn er illa farinn og þarfnast endurnýjunar. Ef stígurinn er upphitaður þurfa hjólreiðamenn ekki að bíða eftir ruðningstækjum á vetrarmorgnum, losna við frosnar rásir í ísnum eftir dekk og geta hjólað til vinnu fleiri daga en nú er - sem dregur úr bílaumferð. Tengingin yrði bein við upphitaðan stíg sem er meðfram efsta hluta Laugavegar.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation