Sturtupott í Breiðholtslaug
Í gömlu Sundlaugunum í Laugardal var pottur sem maður gat legið í en yfir honum var röð af öflugum sturtuhausum sem sprautuðu heitu vatni í pottinn og yfir þá sem í honum voru. Yfir og á þrjá vegu voru skjólveggir þannig að þarna var gjarna töluvert mikil gufa. Í endurminningunni voru þetta miklar sælustundir að flatmaga í volgu vatninu og fá jafnframt kröftugt baknudd frá sturtunum. Ég vil gjarna fá svona pott í Breiðholtslaug til viðbótar hinum frábæra nuddpotti sem nú er þar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation