Skilti - Árbæjartorg

Skilti - Árbæjartorg

Setja upp skilti sem segir hvar Árbæjartorg er að finna og nýta svæðið meira í skemmtilegar uppákomur. Jafnvel koma upp góðri aðstöðu með bekkjum og fleiru.

Points

Þegar ég flutti í hverfið fyrir 3 árum fór ég að fá pósta þess efnis að hinar og þessar uppákomur yrðu á Árbæjartorgi. Ég leitaði á ja.is en fann hvergi Árbæjartorg. Ég vissi ekki hvort það væri hjá verslunarkjarnanum hjá Bónus og Skátunum, rétt hjá skólanum (sem ég hélt þó að væri örugglega bara skólalóð) eða annars staðar. Það var ekki fyrr en ég var búin að búa hér í nokkra mánuði að ég fann það út að Árbæjartorg er svæðið á milli Árbæjarskóla, Ársels og kirkjunnar. Þetta var ekki augljóst .

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information