Hafa tvístefnu fyrir hjól/hjólarein á Bankastræti og Laugaveginum að Hlemmi

Hafa tvístefnu fyrir hjól/hjólarein á Bankastræti og Laugaveginum að Hlemmi

Taka frá smá rými á götunni eða gangstéttinni á Bankastræi og Laugavegi að Hlemmi og gera litla hjólarein eins og er á kafla Laugavegsins (frá Snorrabraut og aðeins niður Laugaveginn). Á þessum kafla er einstefna fyrir bíla og ekki leyfilegt fyrir reiðhjól að hjóla á gangstéttinni (t.d. frá gatnamótunum við Snorrabraut að Hlemmi)

Points

Þetta er mjög góð hugmynd, eitthvað sem ég er búin að vera að hugsa um lengi. Það er ómögulegt að hjóla upp Laugaveginn og getur verið erfitt að hjóla niður ef umferðin er mikil. Hjólastígarnir við Hverfisgötu eru einhvers konar hraðbraut, en það væri þæginlegt að geta farið Laugaveginn og á milli verslana á hjólinu. Það verður að fara að setja hjólreiðar í sama sæti og gangandi- og bílaumferð. Til að gera Rvk að hjólaborg verðum við að gefa þeim sama vægi við skipulagningu vega og stíga.

Mjög gott er að hjóla frá Hlemmi og niður Laugaveginn en þá er hægt að hjóla eftir götunni því umferðin er mjög hæg. Hinsvegar er nær ómögulegt að hjóla í hina áttina og helst þarf að teyma hjólið alla leið á göngustígnum.

Ef það á að rýma til á laugarveginu þá verður að taka inní dæmið að það er nú vöruafgreiðsla leyfð þarna fyrir hádegi og ef einhverjir hjólastíga myndast þá munu flutningsbílar annaðhvort neyðast til að leggja á þessum stígum eða loka á alla umferð allt frá nokkrum mín til fleiri tíma. Vísu er þessi lokun mjög heimskuleg þar sem flutningsbílar þurfa að brjóta umferðalög með að keyra á móti einstefnu eða bakka langar vegarlengdir þó fínt að losna við umferðina og geta lagt útá miðri götu í friði

Það er mikilvægt að geta hjólað upp Laugaveg. Kannski erfitt að koma upp hjólarein, en að minnsta kost mætti skoða að loka Laugavegingum oftar fyrir bílaumferð. Ekki vera frosin í fyrirfram ákveðnum dögum, heldur vinna spontant ... gott veður: Loka Laugaveginum. Eitthvað í gangi sem kallar á fólk: Loka Laugaveginum. Skemmtiferðaskip í höfninni: Loka Laugaveginum. Mætti líka skoða lokanir á ákveðnum tímum .. td. við vinnulok, á milli kl. 16-19.

Það er ekki þverfótað fyrir fólki og bílum á þessum kafla á góðviðrisdögum og ég tek undir gamla góða sönginn um að loka a.m.k. neðri hluta laugarvegs og bankastræti fyrir bílaumferð. Þá væri frábært að vera með svona hjólastíg líka.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information