Viðgerðir á húsnæði, girðingu og leiktækjum á leiksvæði við verslunarkjarna í Arnarbakka. Uppsetning eftirlitsmyndavéla á svæðinu til að koma í veg fyrir áframhaldandi skemmdarstarfsemi.
Talsverðar skemmdir hafa verið unnar á húsnæðinu sem áður hýsti frístundaheimilið Perluna við Arnarbakka. Nú er svo komið að lóðin er afskaplega vinsæll samkomustaður ungmenna á kvöldin og virðast skemmdirnar að einhverju leiti tengjast því. Nauðsynlegt er því að gera viðgerðir á svæðinu og setja í framhaldinu upp virkt eftirlit með því og þá helst í formi myndavélavöktunar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation