Kaplaskjólsvegur, bæta ásýnd og öryggi.

Kaplaskjólsvegur, bæta ásýnd og öryggi.

Kaplaskjólsvegur, bæta ásýnd og öryggi.

Points

Ekki líst mér nú á að fara láta börnin leika sér á götunni þarna, það er talsverð umferð sem fer þarna um, og tvær strætóleiðir.

Sammála um að bæta þarf ásýndina, ansi mikið flæmi sem fer undir bíla og nokkuð sérkennilegt fyrirkomulag að hafa gangstéttina á milli götu og bílastæðagötunnnar sem liggur meðfram raðhúsunum og blokkunum á neðri hluta vegarins

Bæta þarf ásýnd Kaplaskjólsvegs sem er fjölmenn gata og aðkoma að íþróttamiðstöð og aðal-leikvangi KR, sem er eitt fræknasta íþróttafélag borgarinnar. Bæta öryggi vegfarenda og best væri að gera hana að vistgötu þar sem umferð gangandi vegfarenda og hægfara faratækja — eins og reiðhjóla, hjólaskauta eða hjólabretta — hafi forgang fram yfir umferð bíla þannig að hraði verði takmarkaður við gönguhraða og gangandi vegfarendum, börnum að leik o.s.frv. verði heimilt að nota götuna til jafns við bíla

Bæta þarf skipulag þannig að svæðið geti tekið við gestum á viðburði KR. Skortur er á bílastæðum fyrir íbúa meðan húsagata tekur mikið pláss. Húsagata þjónar engum tilgangi. Ásýnd götunnar er ekki falleg með húsagötu og malbikuðu klastri milli húsgötu og gangstéttar. Bílastæði þvert á götu innan gangstéttar eins og við Meistaravelli eða færsla gangstéttar að húsum með bílastæði þvert á götu í beinu framhaldi af götu eins og fyrir neðan Melabúð væri hvorutveggja til bóta.

Hægt er að fjölga bílastæðum bæta ásýnd og skipulag götu með því að nota svæði sem nú fer í húsgötu í bílastæði þvert á Kaplaskjólsveg eins og er t.d. við Meistaravelli. (Sjá framkvæmdir þar nú). Lögleg bílastæði eru fá og bílum lagt ólöglega í tugatali á KR leikjum. Ekkert var gert í bílastæðamálum þegar malavöllur var lagður af sem bílastæði. Jafnframt þarf að minnka hlut malbiks og auka hlut gangstéttarhellna og gróðurs. Þetta er mannmörg gata sem hefur verið vanrækt og á betra skilið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information