Klárum Klambratúnið og gerum það að sælureit allra borgarbúa

Klárum Klambratúnið og gerum það að sælureit allra borgarbúa

Klárum Klambratúnið og gerum það að sælureit allra borgarbúa

Points

Borgin samþykkti árið 2009 þriggja ára áætlun til að ljúka langþráðu skipulagi túnsins, og var hún unnin í miklu og góðu samstarfi við íbúa undir yfirskriftinni: Hvernig getur Miklatún orðið sælureitur borgarbúa? Er ekki tilvalið að drífa í þessum framkvæmdum svo allir aldurshópar geti loks nýtt til fulls þá gríðalegu möguleika sem eru á þessu fallega svæði í hjarta borgarinnar? Næsta sumar verða 55 ár liðin frá því að fyrst var haldin samkeppni um garðinn! Með fylgir tengill á tillöguna.

Þetta gagnast öllum borgarbúum!

Einnig vær frábært að fá lýsingu á leiksvæði. Það er ekki nóg að lýsa húsið á Klambratúni í þessu skammdegi sem við búum við. Börn og aðrir sem nota leiksvæðin og annað á túninu sjá lítið og vilja þar af leiðandi nota svæðið minna nema yfir hásumarið.

Vil endilega að við klárum Klambratúnið og gerum það að sælureit ALLRA borgarbúa, þar með talið hundaeigenda. Mér finnst allar hugmyndirnar um túnið sem komnar eru á blað frábærar, og ef það verður hundagerði þarna líka þá er það fullkomið!

Klambratúnið er eitt af aðal útivistarsvæðum Borgarinnar og býður upp á fjölda möguleika. Endurbætur á Klambratúni hafa verið baráttumál íbúasamtaka Hlíða um langt árabil og hönnunarvinna er langt komin (með samvinnu íbúa) og augljóst að áhugi íbúa er að aukast við að nota túnið (það sjáum við sem höfum búið nálægt túninu áratugum saman). Þess vegna er algjörlega tímabært að drífa þessar framkvæmdir í gang nú þegar ráðamenn Reykjavíkurborgar vilja nota peninga til að skapa Betri Reykjavík.

Þetta gagnast öllum í borginni

Skoðið endilega og styðjið málið

ganga frá svæðinu á miðju túniinu með t.d. mörgum bekkjum undir lágum skjólveggjum

Nokkrar hugmyndir um Klambratúnið frá Kristjáni, 11 ára dreng í hverfinu: - Setja tjörn, bæði til skrauts og svo hægt sé að fara á skauta á veturna (helst með fiskum) - setja gosbrunn í portið sunnan við kaffistofu Kjarvalsstaða til skrauts. - Setja gangstétt norðan á túnið meðfram Flókagötu og laga gangstéttina við Rauðarárstíg (hún er öll brotin og ekki hægt að vera á línuskautum né hlaupahjóli) - fá slatta af malbikuðum stígum (í stað malarstíga) allt tún (stígakerfi), þ.a. hægt sé að vera á línuskautum og hlaupahjóli. - Frístundaheimli með sumar- og vetrarstarfi þ.a. hægt sé að hitta vini og starfsmenn eins og á frístundaheimlum skóla og gera fullt saman. Höfuðstöðvarnar ættu að vera þar sem geymslusvæðið er ofan við Kjarvalsstaði. Starfsemi svipuð og hjá Skátum og t.d smíðavöllur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information