Frisbígolf í Hljómskálagarð

Frisbígolf í Hljómskálagarð

Hljómskálagarður er kjörinn fyrir frisbígolfvöll enda vellir fyrir þessa vinsælu íþrótt yfirleitt settir upp í svipaða skrúðgarða á Norðurlöndum. Þetta myndi auka lífið í Hljómskálagarðinum og gera hann enn skemmtilegri fyrir fjölskyldur og vinahópa. Nánast allir geta spilað frisbígolf, óháð kyni eða aldri auk þess sem frítt er að spila á völlunum og búnaður (frisbídiskur) er mjög ódýr.

Points

Frábær hugmynd að setja upp völl í Hljómskálagarðinn. Það væri sniðugt að setja hann upp eins og völlinn á Hamrakotstúni á Akureyri. Þæginlegan fyrir almenning, það er mikil aðsókn á völlinn á Klambratúni og völlur í Hljómskálagarðinum ætti að létta aðeins á Klambratúninu.

Þeir vellir sem settir hafa verið upp í Reykjavík hafa slegið í gegn og mikil eftirspurn er eftir völlum í öll hverfi borgarinnar. Holl hreyfing og útivera fylgir þessu sporti og hægt er að spila frisbígolf í öllum veðrum, allan ársins hring. Það er líka mikill kostur hversu ódýrt þetta er, bæði fyrir spilarann en einnig Reykjavíkurborg. Það vantar völl í miðbæinn og nálægt vesturbænum og er Hljómskálagarðurinn mjög vel staðsettur.

Það er nú þegar frisbígolfvöllur á Klambratúni. Í Hljómskálagarðinum eru oft börn að leik og á sumrin er oft margt fólk þar. Það eru einnig fuglar sem búa þar og frisbígolfvöllur gæti valdið slysum á fólki og fuglum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information