Sekta fólk sem tekur ekki upp skítinn eftir hundana sína

Sekta fólk sem tekur ekki upp skítinn eftir hundana sína

Sekta fólk sem tekur ekki upp skítinn eftir hundana sína

Points

Því miður eru allt of margir sem virðast ekki geta séð um dýrin sín. Að stíga í hundaskít á götunni er óskemmtileg reynsla og einnig er leiðinlegt að eyða göngutúrum sínum að horfa á gangstéttina allan tíman vegna þess að þér langar ekki til að stíga í skít. Dýraeigendur ættu að vera sektaðir fyrir að skija eftir skít á götunum. Ef þú treystir þér ekki til að "skeina" barninu þínu þá ættiru að hugsa þig um hvort þú sért nægilega gott "foreldri".

Ég, sem og flestir þeir hundaeigendur sem ég þekki eru duglegir að taka upp eftir sín dýr. Ég hef oft staðið mig að því að taka upp einn eða tvo hundapoka þegar ég teygi mig í gemsann eða veskið á ólíklegustu stöðum. Ég hef líka tekið upp kúkaslettur hér og þar ef að ég á að poka afgangs. Mér finndist allt í lagi að sekta fólk fyrir að taka ekki upp eftir hundana sína en það má líka íhuga svipaðar aðgerðir í garð þeirra sem sóða borgina með matarleifum, áfengisflöskum, og já tyggjósléttum. Svo má líka gera átak í því að kenna fólki að henda ekki rusli út um bílgluggann hvort sem menn eru á ferð eða kyrrsettir. Kannski væri líka nóg ef að eftirlitsmenn innan borgarinnar bentu fólki kurteislega á að ganga frá eftir. En svo má líka athuga með að setja upp fleiri ruslatunnur og kannski lýsa upp opin svæði betur þar sem manna umferð er.

Hugmynd breytt 18.10.2013: Ásláttarvillur í fyrirsögn hugmyndar lagaðar. -verkefnisstjóri.

Þetta er bara viðbjóðslegt að sjá hundaskít á gangstéttum. Ég skil ekki af hverju sumir hundaeigendur geta ekki séð sig fært um að taka upp hundaskít, enda er það ekki flókið að taka upp hundaskít. Aftur á móti er ég mjög duglegur við að taka upp hundaskít eftir minn hund. En þó á ég ekkert barn.

skíturinn gæti reyndar verið stórt brot ef kenningar um snýkjudýrin í honum eru réttar, en viljum við vera singapúr norðursins, sekt fyrir að hrækja úr sér tyggjóklessu á götuna til dæmis.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information