Hringtorg á gatnamótum Vínlandsleiðar og Þúsaldar.

Hringtorg á gatnamótum Vínlandsleiðar og Þúsaldar.

Þetta eru að mínu mati og ég veit annarra mjög hættuleg gatnamót. Það myndast mikil traffík við þessi gatnamót. Ég hægi alltaf verulega á mér þegar ég fer þessi gatnamót því að það er svo oft að fólk er orðið pirrað á að bíða til að komast inn á þúsöldina og svínar fyrir mann hvort sem maður er að fara upp eða niður þúsöldina. Hef nokkrum sinnum þurft að nauðhemla til að forðast árekstur því fólk bara allt í einu svínar fyrir mann jafnvel þótt að það stoppi á gatnamótunum.

Points

Rökin mín eru eftirfarandi; 1) Hringtorg myndi koma í veg fyrir að svínað væri fyrir mann. Fólk myndi hægja frekar á sér þagar það kemur að hringtorginu. Þetta þýðir einnig meira öryggi fyrir gangandi vegfarendur sem eru að fara yfir götuna frá eða að Nóatúni. 2) Þegar sólin er lágt á lofti þá vill myndast blindur blettur við þessi gatnamót og maður sér illa við gatnamótin. Við það skapast hætta fyrir þann sem er að koma að gatnamótunum frá ljósunum við KFC.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information