Endurbætur fyrir Nýlendugöturóló: lýsing, hlið og skúlptúr

Endurbætur fyrir Nýlendugöturóló: lýsing, hlið og skúlptúr

Byrjað var að endurgera Nýlendugöturóló sumarið 2012, nú er komin reynsla á rólóinn aftur og margir sem nýta sér hann. Það vantar lýsingu til þess að garðurinn/rólóinn nýtist betur í skammdeginu. Það vantar hlið á stíginn þegar mörg lítil börn eru á svæðinu. Svo væri gaman að vinna með höfninni að skúlptúr/tæki sem tengist sjónum. Svipað og er á Vesturbugt, frá Hátíð Hafsins. Þau "tæki" hafa heillað krakka á öllum aldri,. Gefum Nýlendugöturóló meiri karakter og sérstöðu sem róló nálægt sjónum.

Points

Það þarf að hlúa betur að nærumhverfinu í gamla Vesturbænum. Mikið hefur verið hannað og teiknað af stórum fjölbýlishúsum með lúxusíbúðum og bíður það kynningar. En ekki má gleyma smáfólkinu og þeim örfáu grænu svæðum sem eftir eru á þessum slóðum. Í raun þyrfti að tengja betur hverfið og höfnina en þar er Mýrargata til ama með hreint fráleitum ólíuflutningum alla daga ársins.

Látum Nýlendugöturóló (milli Vesturgötu og Nýlendugötu) halda áfram að þróast sem sameiginlegur garður íbúa í nærliggjandi götum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information