Hvað viltu láta gera? Hjólabretti, hlaupahjól og hjól (BMX) eru afar vinsæl á Íslandi og fer iðkendahópurinn ört stækkandi! Garður eins og þessi hefur reynst nágrannalöndum okkar afar vel og hefur aukið lífsgæði inn í hverfum borganna. Þessar íþróttir eru oft á tíðum kallaðar "jaðar íþróttir" en eins og t.d. hjólabretti ýtir undir sjálfstæði, ekki gefast upp og að treysta á sjálfan sig. Ég Steinar Fjeldsted rek Hjólabrettaskóla Reykjavíkur og kennum við um 90 - 150 krökkum og fullorðnum í hverjum mánuði og fer sá hópur ört stækkandi. Öll hreyfing er góð hreyfing og eru þessar íþróttir engin undantekning. Í görðum sem þessum myndast oft mjög skemmtileg stemning og er mjög gaman að kíkja með fjölskyldunni. Sniðugt er að hafa bekki í kringum svæðið og gera það boðlegt fyrir alla á öllum aldri. Úlfarsárdalur er tilvalið hverfi fyrir svona garð enda flott hverfi í uppbyggingu. Hvers vegna viltu láta gera það? Fjölbreytni í hreyfingu er nauðsynleg og eitthvað fyrir alla verður að vera í nýjum hverfum í uppbyggingu. Svona garður mun vekja mikla og jákvæða athygli og mun vera notað óspart!
Frábær leið til að hvetja krakka til meiri útiveru
https://www.youtube.com/watch?v=k2lD9CIfyBY
Hefði viljað svona aðstöðu sem barn/unglingur og vona að komandi kynslóðir njóti góðs af þessu framtaki. Aldrei aðvita að maður taki fram hjólabrettið.
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Þetta er allgjört möst
Klárlega er svona garður málið! :) hvetur til útiveru :)
Fuck já
Ekki spurning að gera svona garð. Hvetur krakka til útiveru.
Ekki spurning þaď er hvetjandi fyrir meiri ùtiveru og virkni.
Að þetta skuli ekki vera löngu komið á Íslandi, hin norðurlöndin hreinlega eru að drukkna í svona görðum, og gengur það mjög vel.
Frábært til að auka útivist
😀
Virkilega frábært framtak, og eitthvað sem klárlega vantar!!
Frábær hugmynd í hverfið okkar
Styð þetta, frábær hreyfing fyrir unga (og gamla)
Löngu kominn tími á alvöru aðstöðu hérna á Íslandi!
Þetta ætti að vera löngukomið
Klárlega eitthvað sem væri frábært að hafa, vel vandaður hjólabrettagarður, hönnun og hugmyndir frá þeim sem þekkja íþróttina.
Löngu komin tími á svona garð.
Það er löngu tímabært að gera brettamenningu hærra undir höfði hérlendis. Góð aðstaða til brettaiðkunar er forsenda þess. Frábær tillaga!
Rosalega skemmtilegt að stunda hjólabretti, við erum 3ja manna fjölskylda sem mundum ÖLL nýta okkur aðstöðuna
Strákarnir mínir eru óðir í að fá 'skatepark' eins og gengur og gresit víða í evrópu...
Góð hugmynd
Þetta mun hvetja krakkana í meiri útiveru! Þetta þarf að framkvæma strax! Ég er hissa þetta sé ekki búið að framkvæma nú þegar!
löngu kominn tími á svona garð, fyrir alla aldurshópa, nýbreytni :)
Það vantar stærri og betri aðstöðu fyrir fólk á öllum aldri sem stundar hjólabretti, hjólaskauta, línuskauta, hlaupahjól, bmx o.s.frv. Væri frábært framtak og myndi hjálpa fólki verulega sem stundar íþróttir sem þessar.
Frábært að fá almennilega aðstöðu
Frábært fyrir alla fjölskylduna og hvetjandi til útiveru
Frábært fyrir allan aldur 👌🏻
Styð þessa framkvæmd heilshugar
það vantar verulega aðstöðu fyrir ungt hjólabrettafólk og mér finnst þetta vera framúrskarandi hugmynd. Ég sjálfur ólst upp í kringum þessa hjólabrettamenningu og í dag finnst mér að það að 'skeita' sé í raun og veru eina líkamsræktin þar sem að ég reyni virkilega á mig án þess að taka eftir því einu sinni!
Þetta á eftir að gleðja svo marga.. Börn og foreldra. Þetta er vaxandi áhugamál hjá svo mörgum.
Frábær hugmynd sem væri tilvalið að henda í framkvæmd sem allra fyrst.
Frábært, styð þetta!!!!!
Mjög góð hugmynd sem myndi passa vel í hverfið. Boltaíþróttirnar eiga ekki við alla.
Um að gera að hafa tómstunda iðkunina sem fjölbreyttasta..😊
Ekki spurning. Þetta vantar klárlega á ísland og ekki eins og þessi í laugardalnum sem var hvað hannaður af gæja sem hannar golfvelli? Það á að ráðfæra sig við hjólabretta, hlaupahjóla og hjóla iðkendur og hanna þetta vel.
Frábær hreyfing og útivera fyrir alla ....þarf eiginlega ekki að segja annað
Hentar fjölbreyttum hópi, frá mjög ungum uppi fullorðna. Þetta er ekki bundið einni íþrótt heldur hægt að nota hjól og bretti. Það er ekki nægilega mörg útisvæði sem henta eldri krökkum í Rvík. Krakkar sem hafa áhuga á hjólabrettum og bmx hjólum hafa enga staði til að stunda sitt áhugamál utandyra í dag, þetta er löngu tímabært.
Mikil þörf á hjólabrettagörðum
Þetta er eitthvað sem þarf svo sannarlega að framkvæma og gera vel. Ekki bara "sýnishorn" heldur almennilegt stórt svæði 😊 Allir aldurhópar hefðu gaman af þessu og þetta er eitthvað sem vantar í Reykjavík.
😊
Þetta er klárlega sem þarf að framkvæma strax.
Frábær hugmynd og löngu orðið tímabært að krakkarnir frá einhvað meira en rólóvöll til að leika sér uti
frábær íþrótt sem vantar aðstöðu fyrir
Löngu tímabært
Þetta eru allt mjög vaxandi íþróttir á íslandi og núna 2 íþróttafélög sem kenna þetta og eru með innanhúsaðstöðu en vantar klárlega almennilega utanhúsaðstöðu fyrir allt þetta fólk á sumrin til að njóta góða veðursins líka!
Hjólabretti og hjól eru frábær fjölskyldusport og svona garður væri frábær staður til að fara á með fjölskylduna.
Löngu kominn tími á alvöru bretta garð hér. Væri heldur ekki vitlaust að hafa hann annað hvort innandyra eða að minnsta kosti byggja skýli yfir vegna þess að veturinn hér er langur og svo rignir líka mikið. Það þarf að vera hægt að nota hann allt árið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation