Rampur í Hofsvíkurfjöru

Rampur í Hofsvíkurfjöru

Hvað viltu láta gera? Steypa ramp í fjöru neðan Búagrundar/Esjugrundar til þess að auðvelda aðgengi að fjörunni. Rampurinn næði frá bakkanum með þægilegum halla niður fyrir mörk stórstreymsfjöru. Hvers vegna viltu láta gera það? Betra aðgengi í fjöruna fyrir alla s.s. gangandi, fatlaða, fólk með litla krakka og kerrur, kajakræðara og björgunarsveitina á Kjalarnesi. Mikið að skoða í og við fjöruborðið en aðgengi ekki gott fyrir alla. Auðveldar sjósetningu og lendingu. Stórir steypuflekar sem eru leyfar af gömlum rampi, eru á þessum stað. Engin prýði er af flekunum og þeir færast til í stórbrimi. Flekarnir hindra aðgengi og af þeim stafar slysahætta. Steypa hefur veðrast og járnteinar eru óvarðir. Í stað þess að fara í kostnaðarsama aðgerð við að fjarlægja flekana gætu þeir mögulega nýst sem undirstöður eða akkeri fyrir nýjan ramp.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information