Setja upp lágar girðingar sitthvoru megin við stífluna til að auka öryggi barna

Setja upp lágar girðingar sitthvoru megin við stífluna til að auka öryggi barna

Elliðaárnar við stífluna geta verið ansi hættulegar börnum þegar sem mest eru í ánni því þá nær áinn nánast upp að göngustígum og því tel ég nauðsynlegt að setja upp c.a 60 cm háar girðingar sem væru gerðar úr grænu girðingarneti til þess að þær myndu fall vel inn í umhverfið. Þessar girðingar þurfa að ná c.a fimmtíu metra frá. Einnig er þetta svæði mjög hættulegt þegar hleypt er úr ánni á vorin að þá er þetta svæði orðið að sýki og ekkert sem ver börnin fá því að fara inn á þetta svæði.

Points

Þessar girðingar þurfa ekki að ná nema c.a 50 metra frá stíflu sitthvoru megin við hana til að gera svæðið við stífluna miklu öruggari fyrir börnin.

Barn sem kemst ekki yfir 60 cm háa græna girðingu er alveg jafn dautt þó það detti í ána allstaðar annarstaðr en á þessu svæði sem þú tilgreinir. Mæli frekar með því að fólk kenni börnunum sínum að virða hættur í umhverfinu frekar en að víggirða með grænum girðingum.

Nei Helgi ég er ekki að grínast með þetta. Þegar það er sem mest í ánni þá nær hún ansi hátt upp að göngustígum og svo þegar minnkar í ánni þá verður þetta grassvæði sem hefur legið undir vatni allan veturinn ansi hættulegt því þarna hefur myndast mýri. Það var nú fjallað sérstaklega um þetta í fréttum í vor eftir að barn hálf festi sig úr í þessu mýri. Fyrir börn lítur þetta svæði eftir að minnkað hefur í ánni eins og hvert annað gras og það áttar sig ekki á hættunni sem getur skapast þarna. Það er nú einmitt hugmyndin að þessu að minnka hættuna fyrir börnin og eins og þú orðar það smekklega þá er barnið jafn dautt ef það lendir í ánni annarstaðar en þá er mesta hættan þarna því stutt er út í hana frá göngustíg á vissum árstímum.

Að sjálfsögðu er það þannig að sumir eru með og aðrir á móti, finnst reydnar stundum hérna eins og það sé bannað að vera á móti hugmyndum. Eins og ég sé þetta er þetta hreinn og klár óþarfi því eins og þú bendir á kunna líklega flest börn þarna í nágerninu að umgangast ána og stíflulónið og þess vegna mæli ég gegn hugmyndinni svo aðrar hugmyndir, m.a. þínar sem mér finnst alveg frábærar og þyrftu að komast í framkvæmd. Spurningin er bara hvað á að ganga langt. Segjum að við giðrum x marga metra af y cm hárri girðingu þarna. Hvað svo? Ég ólst upp við þessa á og lærði bara að umgangast hana, Rauðavatnið var hinn leikvöllurinn, þar er ekki minni drulla til að sökkva í. Eigum við að gyrða það af? Ég hvet þig til að ryfja upp hvað þú varst að bralla þegar þú varst 8 ára að skoða heiminn. Hefðir þú látið græna girðingu stoppa þig þá? Nei líklega ekki, eða öllu heldur vona ég þín vegna að svo hafi ekki verið. Ég hefði í það minnsta ekki gert það. Ég held að ég hafi ekkert verið neitt frábrugðinn öðrum börnum að þessu leiti, ég prófaði að hjóla með lokuð augun og svo lokuð augun án þess að halda í stýrið, ég athugaði líka einu sinni hvað ég gæti hjólað langt út í Rauðavatnið og komst að því að það er fullt af hjólum, golfkúlum, frumstæðum bátum og drullu. Það höfðu sem sagt nokkrir farið á undan mér, hjólið mitt varð reyndar ekki eftir í vatninu en það er önnur saga. Svo sleppti ég líka ýmsu sem aðrir krakkar gerðu eins og að hefta í puttan á sér, það var einhvern vegin aldrei þess virði því mér fannst sennilegt að það væri bara helvíti vont og nennti ekki að prófa. Náttúran er allt í kring, hættuleg eða ekki og þú getur ekki girt hana af. Ég held líka að það sé ansi illa fyrir okkur farið ef við treystum okkur ekki til að kenna börnunum þær leikreglur sem þau þurfa að hafa á hreinu til að geta skoðað heiminn og lært af mistökum sínum án þess að fara sér að voða.

50 m löng 60 cm há girðing stoppar engan. Þú getur ekki girt af öll hættusvæði, Það þarf bara að kenna börnum að umgangast sitt nærumhverfi, svo einfalt er það. Það myndast mýrarpyttir víðar við ána en á þessu svæði. Til dæmis í Víðidalnum, reyndar mikið til vegna þess að hleypt er miklu vatni úr Elliðavatninu í einu og áin látin flæða yfir bakka sína en mýrarpyttir engu að síður. Án þess að ætla að gera lítið úr þessari hættu finnst mér nú hálf fyndið að það hafi ratað í fréttir að barn hafi upplifað að sökkva aðeins í mýri. Það hefur vonandi lært eitthvað af því og getur nýtt sér það síðar í lífinu.

Að sjálfsögðu þarf að kenna börnum að umgangast sitt nærumhverfi og það held ég að flestir foreldrar geri sem búa hérna nærri ánni. Það er engin að tala um að girða af öll hættusvæði heldur er verið að tala um mesta hættusvæðið við ánna. Það er heldur engin að segja að þessi girðing skuli vera endilega 60 cm og 50 metra löng það kæmi í hlut sérfærðihóps að meta það. Þessar tölur eru settar inn aðeins til að benda á svæðið. En hugmyndir eru alltaf góðar Helgi það þurfa bara ekki allir að vera sammála þeim. Svo er það undir öðrum komið hvort þeim líki við hana eða ekki og þá kjósa þeir hana eða ekki.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information