Hraðahindrun fyrir hjólreiðamenn hjá leikvelli í Sílakvísl

Hraðahindrun fyrir hjólreiðamenn hjá leikvelli í Sílakvísl

Gott væri að setja einhvers konar hraðahindrun á hjólafólk sem er að koma niður göngustíginn sem liggur meðfram Strengi og inn að svæðinu á milli Sílakvíslar og Álakvíslar. Hjólafólk kemur oft á ansi miklum hraða inn á svæði þar sem börn eru mikið að leik og oft má litlu muna að hjólað sé á börnin þar sem stór tré skyggja einnig á útsýni hjólafólks. Ef t.d. járngrind væri sett á þennan stað, eins og þar sem götur og göngustígar mætast, gæti það dregið úr líkum á árekstri.

Points

Hjólreiðamenn koma oft á ansi miklum hraða að leikvellinum í Sílakvísl og má oft litlu muna að það hjóli á börnin sem eru að leik. Göngustígurinn verður að einhvers konar ,,götuhættu" á sumrin þegar margir hjóla til vinnu. Börnin eiga að geta leikið sér á leikvellinum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af umferð sem á ekki að vera inni á þessu svæði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information