Stígar sem fótgangandi og hjólreiðafólk deila ættu að vera málaðir með brotinni miðlínu.
Þetta tíðkast erlendis og tryggir að allir gangi og hjóli hægra megin á stígum. Það verður því minni ruglingur og slysahætta þegar taka þarf framúr eða mætast á stígum borgarinnar.
Með því að allir séu á sömu blaðsíðunni, hægra megin, þarf EKKI að víkja fyrir umferð á móti eins og stundum vill gerast. Rétt eins og í almennri umferð. Þeir sem fara hraðar, hlauparar og hjólarar, þurfa síðan að gæta að sér þegar farið "fram úr". Rétt eins og í almennri umferð. 👌
Gangandi eru ekki vanir mikilli annarri umferð á göngu/sameiginlegum stígum en nú hefur umferð breyst. Iðuðlega víkja þeir til vinstri en lög gera ráð fyrir að vikið sé til hægri. Þetta skapar áhættu. Einnig skapaði eldri málun á sameiginlegum stígum rugling. Þá ganga hundaeigendur iðulega vinstra megin á stígum. Ef stígar verða málaðir þá fer ekki á milli mála hvar fólk á að vera.
Mikilvægt skref í samhæfingu á höfuðborgarsvæðinu. Núverandi línur á sumum stöðum en ekki öllum skapa meiri rugling en þörf er á. Með því að hvetja alla til að nota hægri regluna eru minni líkur á misskilningi og slysum.
Miðlínur eiga rétt á sér þar sem þær bæta umferð og öryggi. Slíkt er þó ekki algilt. Eitt það besta við nýja stíginn á Birkimel er að hann er breiður og þar nýta hann allir saman. Umferðin er það hæg að það þarf ekkert neinar reglur til að koma í veg fyrir árekstra. Ef hjólreiðafólk vill hjóla hratt fer það bara niður á götuna. Allir sáttir. Með miðlínu yrði stígurinn þrengri á að líta og ekki eins aðlaðandi og nú er. Oft eru færri reglur betri.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation