Bætum umhverfið austan megin við Grensáskirkju

Bætum umhverfið austan megin við Grensáskirkju

Ef fólk gengur suður göngustíginn meðfram Háaleitisbraut (þennan fína sem fékk lýsingu nú í sumar) og upp að Grensáskirkju þá er fólk allt í einu statt á "umferðargötu Grensáskirkju" inn á einkabílastæði án þess að hafa hugmynd um það! Er ekki eitthvað bogið við það? Bætum samgöngurnar á þessu svæði sem er mikið nýtt af gangandi börnum á leið í Háaleitisskóla. Ekki bætir úr skák að nokkur grenitré á þessum bletti eru mikið notuð sem svefnskýli útigangsfólks sem á skilið að sofa annars staðar.

Points

Þannig er að austan megin við Grensáskirkjuna er stígur sem er mikið er notaður, bæði á morgnana af skólabörnum og almennt af fólki sem velur að ganga í verslanirnar sunnan við kirkjuna. Það er mikilvægt að bregðast við þessu þvi það er jú ófært að skipuleggja göngustíg sem er beint framhald af umferðargötu sem lítur alveg eins út og er algjörlega óaðgreinanleg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information