Gjaldtaka á Ylströndinni okkar

Gjaldtaka á Ylströndinni okkar

Ég vil girða svæðið af og rukka alla sem nýta sér sturturnar, pottana, eimbaðið og lónið okkar. Við sem borgum skatta í Reykjavík mættum fá afslátt og þá finnst mér tilvalið að sundkort ÍTR gildi á Ylströndina eins og aðra baðstaði innan borgarinnar. Mér finnst alveg óþarfi að íbúar í öðrum sveitarfélögum og ferðamenn komi þarna í rútufarmavís og borgi ekki krónu. Ég vil líka bæta við pottum og helst fá útisundlaug líka því þetta er frábært svæði og alveg dásamlegt að koma þarna.

Points

Ylströndin okkar er yndislegur staður en þar er mikill átroðningur. Mér leiðist að fara þangað þegar fullar rútur koma frá öðrum sveitarfélögum eða fullar af ferðamönnum sem borga ekki neitt fyrir aðstöðu sem ég borga með sköttunum mínum. Það þarf að bæta við fleiri pottum, eimböðum og sturtum. Það þarf líka að bæta sundaðstöðuna. Sjóböð og sund eru góð fyrir líkama og sál. Það er alveg sjálfsagt að Reykjavíkurborg rukki fyrir það.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information