Göngustígar og tvær brýr yfir Bugðu, Norðlingaholti

Göngustígar og tvær brýr yfir Bugðu, Norðlingaholti

Göngustígar og tvær brýr yfir Bugðu, Norðlingaholti

Points

Samkvæmt skipulagsskilmálum eru stígar leyfðir. "4. Gera má útivistarstíga / malarstíga á völdum leiðum um svæðið."

Vegna þess stuðnings sem þessi hugmynd fær velti ég fyrir mér hvort fólk geri sér grein fyrir því að flæðilandið milli Bugðu og Rauðhóla tilheyrir friðlandi Rauðhóla. Fugla- og dýralíf flæðilandsins verður best verndað með því að halda svæðinu ósnortnu. Gerð göngustíga og umferð fólks um þá truflar fugla- og dýralíf. Styðja íbúar Norðlingaholts slíkt?

Verði lagðir stígar um flæðilandið austan Bugðu munu hundaeigendur fara um þá með lausa hunda eins og þeir gera vestan megin. Hundarnir atast í fuglunum og skemma varpið. Svæðið austan Bugðu tilheyrir Heiðmörk og þar er umferð hunda bönnuð 1/5 til 31/7. Margir hundaeigendur virða ekki þetta bann. Því miður virðist erfitt að fá þá til að fara eftir reglum og litlar líkur virðast á að það breytist. Meira en helmingur hunda sem fer um hverfisverndarsvæðið eru lausir. Þeir hafa útrýmt varpi þar.

"Votlendi og flæðilönd við ána Bugðu eru mikilvæg vegna fjölbreytts lífríkis sem er á hröðu undanhaldi í borginni. Á það við bæði um gróður, fugla og annað dýralíf. Þar sem Bugða er og verður við jaðar byggðar í Reykjavík er hún einnig mikilvæg fyrir fugla og annað dýralíf handan byggðarinnar, m.a. í friðlandi Rauðhóla, og mikilvægt er að ganga ekki á áhrifasvæði árinnar frekar en orðið er. Náttúrusvæðið við Bugðu hefur þegar verið rýrt óhæfilega."

Stígurinn sem nú liggur eftir miðju hverfisverndarsvæðinu meðfram Bugðu átti upprunalega að liggja við lóðamörk við Móvað. Það að leggja stíginn eftir miðju verndarsvæðinu rýrir gildi þess nokkuð að mínu mati og því finnst mér ekki rétt að leggja fleiri stíga um þá fallegu náttúru sem þarna er.

Flæðilandið austan Bugðu er mikilvægt varpsvæði grágæsa og fleiri fugla og óæskilegt að auka mannaferðir um það. Í flóðum myndi auk þess renna möl úr malarstígum, þeir spillast og líka þetta viðkvæma votlendi. Stígurinn sem liggur vestan Bugðu dugar vel til að komast að Rauðhólum og upp í Heiðmörk. Frekari stígagerð og brúargerð í friðlandinu austan Móvaðs brýtur gegn skipulagsskilmálum hverfisins.

Gengur út á það að tengja hverfið betur við þetta vinsæla útivistarsvæði sem Rauðhólar eru og skapa möguleika til að taka hring um svæðið. En í dag er einungis ein brú á svæðinu yfir Bugðu niður við ósinn. Hugmyndin miðast við að áframhaldandi stígur verður frá miðju Móvaðs yfir Bugðu annarsvegar og inn í hverfið aftur við Hólmvað. Miðast við malarstíga og einfaldari brýr yfir Bugðu.

Þetta er bara pæling en það væri kannski gerlegt að hafa göngustíg inn í Rauðhólana sjálfa þar sem nú þegar er talsvert mikil umferð og finna svo stað þar sem að væri hægt að brúa og komast aftur inn í hverfið. Jafnvel væri hægt að hafa girðingu meðfram stígunum frá Rauðhólunum og að brúnni yfir Bugðu og þarmeð vernda flæðilandið við ánna og dýralífið. Ég er sjálf með hund og vil alls ekki valda skaða í lífríkinu í kring en það væri samt sem áður rosalega gaman að geta notið þessa frábæru útivistaperlna í kring ef einhver möguleiki er á því. Rauðhólarnir sjálfir eru mjög skemmtilegt svæði. Hinn möguleikinn sem ég sé í þessu væri að hafa göngustíg í gegnum Rauðhólana sem liggur að undirgöngunum undir suðurlandsveginn þar sem nú er nær eingöngu hestaumferð, leggja malbikaðan stíg upp að hinum undirgöngunum undir veginn sem leiða fólk aftur inn í Norðlingaholtið. Þá mætti halda þessu landi ósnortnu en jafnframt bjóða upp á hring sem krefst þess ekki að fólk fari á reiðstígum sem eru leiðinlegir yfirferðar fyrir gangandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information