Stúdentaheilsugæsla og skólahjúkrunarfræðingar

Stúdentaheilsugæsla og skólahjúkrunarfræðingar

Stúdentar hafa náð miklum árangri í baráttunni fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu síðustu 2 ár. En betur má ef duga skal og jafnframt því að fjölga þurfi sálfræðingum og úrræðum enn frekar ætti að koma upp heilsugæslu á campus þar sem stúdentar gætu sótt heildstæða heilbrigðisþjónustu sálfræðinga, lækna, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga. Ungt fólk er ólíklegara til þess að sækja sér heilbrigðisþjónustu en aðrir hópar og er því mikilvægt að stúdentar geti sótt sér hana í sínu nærumhverfi.

Points

Geðheilsa stúdenta er mjög bág og samkvæmt nýlegri könnun eru 1/3 íslenskra stúdenta með klínísk einkenni þunglyndis og 20% með kvíða (https://www.ruv.is/frett/thridjungur-haskolanema-thunglyndur). Heilsugæsla í nærumhverfi stúdenta auðveldar þeim að sækja sér þjónustu við hæfi, auk þess sem skólahjúkrunarfræðingar gætu sinnt fræðslu og snemmbúnum forvörnum sem minnka þörf á sértækari úrræðum, svo sem viðtals- og lyfjameðferðum vegna andlegrar vanlíðunar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information