Leiksvæði inn af Kambavaði, Norðlingaholti

Leiksvæði inn af Kambavaði, Norðlingaholti

Leiksvæði inn af Kambavaði, Norðlingaholti

Points

Það vantar lokað leiksvæði sem getur nýst foreldrum og dagmæðrum í hverfinu til útiveru. Þessi hugmynd gengur út á að lagfæra opið svæði innst í Kambavaði og girða það af, allavega að hluta til. Skoða möguleg leiktæki til viðbótar.

Hér erum við að hugsa um minnstu börnin, t.d 2jaára og yngri. Lítið lokað svæði, með leiktækjum fyrir litlu krílin.

Af hverju bara fyrir svona ung börn ? Allt í lagi að það sé svona leikvöllur fyrir öll börn á svæðinu, hægt að hafa hann þannig að hann hentar bæði þessum yngstu, leikskólaaldrinum og jafnvel uppúr. Ef það á að gera á lokaðann leikvöll fyrir 2 ára og yngri þá gagnast hann einungis dagmæðrum og einhverjum foreldrum jú en það er verið að hugsa um þetta fyrir dagmæður er það ekki ? Finnst þetta ekki rétt hugsun, sorry. Ég er hlynnt svona leikvelli þarna en ekki lokuðum fyrir einhvern afmarkaðan hóp.

Það er ekkert lokað svæði fyrir 2ára og yngri í Norðlingaholti, þess vegna vil ég og Íbúasamtök Norðlingaholts nota tækifærið og nota þetta svæði undir litlu ungana okkar. Svæðið við Norðlingaskóla er fyrir eldri börn og þar verður þvílíkt flott svæði fyrir eldri börnin. Það svæði mun klárast haustið 2012. Það vantar alveg leiksvæði, öruggt svæði, lokað, fyrir ungabörnin. Dagmæður og "einhverjir foreldrar" eins og þú nefnir það, eru ansi margir í Norðlingaholti, ekki gleyma þessum stóra hóp. Alls ekki bara fyrir dagmæður, heldur öll börn sem eru í yngri kantinum. Þegar við segjum lokuðum leikvelli, þá er hann samt sem áður OPINN fyrir öllum. Lokaður er í þessari merkingu, rammaður af með girðingu eða þess háttar svo börnin okkar hlaupi ekki frá með auðveldum hætti, í veg fyrir bíla og þess háttar. Opinn fyrir alla, en samt afmarkaður fyrir öryggi barna okkar. Skýrir þetta eitthvað? ÁFRAM NORÐLINGAHOLT :-)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information