Lagfæra hjólastígin við lönguhlíð

Lagfæra hjólastígin við lönguhlíð

Lagfæra hjólastígin við lönguhlíð

Points

Hjólastígurinn við Lönguhlíð er því miður afskaplega misheppnaður, hann er nokkuð hlykkjóttur og við beygjur á stígnum koma gangstéttabrúnir út á stíginn. Á veturna virðist ekki vera hægt að ryðja hann vegna hækkanna á milli stígsins og akbrautarinnar, stígurinn er því beinlínis hættulegur í snjó, enda er hann ekkert notaður í slíkri færð. Legg til að hækkanir verði teknar og stígurinn gerður beinn. Jafnvel væri skárra að fjarlægja stíginn, lækka hámarkshraðann og nota frekar hjólavísa.

Spurning hvort eigi að flokka þetta sem rök með eða móti. Stígurinn er vissulega misheppnaður og mætti læra af þessu hvernig ætti ekki að gera hjólreiðastíg. Víða er hann notaður sem bílastæði en það er væntanlega vegna siðleysis bílstjóra frekar en hönnunar stígsins. Hins vegar væri nær að nota peningana til að klára stíginn næst Miklubraut og gera hjólastíg til norðurs meðfram Klambratúni, að Laugavegi og helst alla leið í Borgartún, frekar en að taka upp þann stíg sem þegar er kominn....

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information