Menning og athafnir

Menning og athafnir

Veita almenningi almennt rýmri réttindi til að opna og stofna sín eigin fyrirtæki á heimilum sínum. Kaffihús, gistirými og annað í þeim dúr. Borgin hefur svigrúm til að gera það sem sveitarfélag. Íbúar borgarinnar eiga að geta um frjálst höfuð strokið í eignum sínum og stundað viðskipti án flókinna ferla og þess að óraunhæfar kröfur séu gerðar. Borgin getur verið með umsóknarferli og aðstoðað við opnun slíkra fyrirtækja. Það gerir borgina betri, fjölbreyttari og íbúana ánægðari sem og gesti.

Points

Fjölbreytni, ánægðari íbúar, litríkari hverfi, ánægðari gestir.

Þetta er falleg hugmynd en því miður ekki raunhæft miðað við núverandi reglur í heilbrigðiseftirliti, eldvörnum og skattalögum. Þetta var reynt með Airbnb en skattgreiðslur hafa verið litlar og öryggismál og skráning í lamasessi. Fyrirtæki þurfa að greiða miklar fjárhæðir í heilbrigðismál og eldvarnir og skatta og launatengd gjöld og þyrfti þá að lækka þetta niður hjá fyrirtækjum ef einstaklingar geta gert þetta allt án kostnaðar og undir litlu eftirliti.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information