Lagfæring á Opnu svæði RVK aftan við Hraunbæ 62-70 við Rofabæ

Lagfæring á Opnu svæði RVK aftan við Hraunbæ 62-70 við Rofabæ

Þarna er nokkuð stórt og gott svæði sem hægt væri að gera að vinsælum leikstað jafn fyrir börn og fullorðna. Þarna er fyrir ein ónýt karfa og myndi ég vilja skipta henni út og setja upp 2 góðar körfur og einnig 2 aðrar körfur sem væru í þeirri hæð að það myndi nýtast yngstu iðkendum 4-8 ára. Einnig þarf að lagfæra malbik. Þetta getur aukið áhuga barna á körfubolta og hvatt börn til meiri hreyfingar.Einnig væri hægt að setja upp tennis- eða badmintonvöll.

Points

Hvatning barna til aukinnar hreyfingar með bættri aðstöðu á þessu svæði. Þetta opna svæði hefur verið í niðurníslu síðustu ár/áratugi og löngu kominn tími á að RVK lægfæri þetta svæði. Hvergi í Árbæ er hægt að finna lágar körfur sem geta þjónað yngstu börnunum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information