Bæta umhverfi hinnar sögulegu Fálkagötu með hellulögn, trjám og ljósum.

Bæta umhverfi hinnar sögulegu Fálkagötu með hellulögn, trjám og ljósum.

Lagt er til að ljósastaurar verði endurnýjaðir í "gamaldags" útliti sem og að gangstéttir verði hellulagðar báðu megin við götu. Þar sem enginn gróður er við götu væri gaman að sjá nokkur gróðursett tré á hellulögðum gangstígnum til þess að mýkja yfirbragð götunnar. Eins og staðan er í dag verður útlit götunnar verra með hverju árinu en ekkert hefur verið endurgert í langan tíma.

Points

Gata þessi liggur í gegnum einn elsta byggingareit Reykjavíkur Grímstaðarholtið og nágrenni. Skýrsla er til um húsin, byggingarnar og umhverfið hér:http://www.minjasafnreykjavikur.is/Portaldata/12/Resources/skjol/skyrslur/skyrsla_140.pdf. Árin um miðja öld voru litrík á Fálkagötunni, verslanir og mannlíf, Halldór Laxnes bjó hér um tíma ásamt fleiri fyrirmönnum. Á síðustu árum hefur gatan mikið drabbast niður, sér í lagi eftir lagningu ljósleiðara þar sem skilið var eftir ljótt sár á gangstíg

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information