Í Safamýri fyrir aftan verslunarmiðstöðina Miðbæ er auð lóð sem var upphaflega ætluð sem leiksvæði þegar hverfið var byggt. Í dag er hún óhirt og ekki notuð en á henni er ein flaggstöng sem er að lognast út af. Mín hugmynd er að gera þetta svæði að leiksvæði fyrir börn þar sem ekki er róló í hverfinu sem aðgangur er að fyrir kl: 17 á daginn.
Nauðsynlegt að aðstaða sé fyrir börn í hverfinu til að leika sér. Margir með börn sem ekki eru komin á leikskólaaldur (1-2 ára) sem mundu njóta góðs af leiksvæði í hverfinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation