Breytum Sæviðarsundi,Skipasundi og Efstasundi í botnlangagötur/setjum þrengingar

Breytum Sæviðarsundi,Skipasundi og Efstasundi í botnlangagötur/setjum þrengingar

Sæviðarsund, Skipasund og Efstasund ætti að gera að botnlangagötum / þrengja og frekar beina gegnumakstri á Langholtsveg og Holtaveg. Eins og staðan er núna þá eru göturnar (sem eru opnar í báða enda) oft notaðar á sama máta og Langholtsvegur þ.e. mikill fjöldi bíla, hraði mikill og þ.a.l. mengun.

Points

það eru íbúarnir sjálfir sem eru að keyra þessar götur til að komast til og frá heimilum sínum. Mikið nær væri að gera Langholtsvegin greiðfærari, fjarlægja einhvað af þessum fáránlegu ljósum og þá mun fólk nota hann frekar.

Það er mikil umferð í gegnum Sæviðar-,Skipa- og Efstasund. Þetta eru langar götur og oft mikið eknar en á sama tíma þá er hverfið að yngjast upp og margir með börn á leikskóla/skólaaldri (bæði er leikskóli við Skipasund og margar dagmömmur í hverfinu). Lágar hraðarhindranir gera ekkert til að minnka hraða eða umferð og aðeins eru stígar öðru megin við göturnar. Þetta væri ódýr leið til að gera hverfið ennþá grænna, fjölskylduvænna og öruggara.

Var það fleira nokkuð ? Þannig að við sem búum að Langholtsvegi eigum bara að fagna því að taka við gegnumakstri úr götunum tveim fyrir neðan okkur ! Það er gott að geta leyst ykkar vanda á kostnað annarra, við eigum líka börn sem búum á Langholtsvegi og sækjumst ekki eftir meiri megnun eða fleiri bílum frekar en þið. Skammsýn hugsun í gangi þarna.

Ég bý við Efstasund fyrir ofan Holtaveg og finnst gegnumakstur þar vera algjörlega minniháttar. Umferðin er að lang mestu leyti bara íbúar götunnar og gestir þeirra. Sé ekki rök fyrir einstefnugötu. Finnst einmitt fínt að þegar bílar mætast þá þurfa þeir að hægja vel á sér þegar lagt er beggja vegna götunnar.

Faghópur Umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað hugmyndina og óskað eftir umsögn samgönguskrifstofu. Eins og sjá má er hugmyndin umdeild í núverandi mynd og krefðist væntanlega skipulagsbreytingar. Það er því ólíklegt að hún rati í kosningu um smærri viðhalds- og nýframkvæmdaverkefni í Betri hverfum. Umferðaröryggismál eru hins vegar almennt alltaf til umræðu og vilji til að leysa vandamál á því sviði með hagsmuni allra að leiðarljósi. Framundan er vinna við hverfisskipulagsvinnu í samráði við íbúa og má búast við að tekið verði á umferðaröryggismálum í því ferli.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information