Umferðaröngþveiti við Garðsapótek

Umferðaröngþveiti við Garðsapótek

Það þarf að skipuleggja betur umferð bílandi, gangandi og hjólandi vegfarenda við Garðsapótek. Þar er oft algjört kaos og sérstaklega er gangandi og hjólandi fólk í mikilli hættu. Gangstéttin fyrir framan apótekið er mjög mjó og varla hægt að mætast á henni. Bílar leggja og bakka þarna þvers og kruss og árekstrar tíðir. Skipulegga þetta þannig að öryggi vegfarenda sé sett ofar öllu öðru.

Points

Þetta er sá staður í öllu hverfinu þar sem umferðaröngþveiti er mest, fyrir utan skólana, og mjög brýnt að bæta úr því eins fljótt og verða má.

Stæðin fyrir framan Apótekið eru alltof nálægt umferðarljósum, svo að á háannatíma eru þau hreinlega hættuleg. Eflaust myndi vera minni hætta ef þau væru samsíða götunni, en best að losna við þau alveg. Þetta myndi þá einnig stækka göngustígin sem minnst er á í hugmyndinni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information