9 holu gólfvöllur norðan Suðurlandsbrautar og neðan Engjavegar.

9 holu gólfvöllur norðan Suðurlandsbrautar og neðan Engjavegar.

Gólfíþróttin hentar öllum. Holl og góð útivist og hreyfing fyrir alla aldurshópa. Alls ekki byggja hús við Suðurlandsbrautina. aukum fjölbreytni til íþróttaiðkunar í Dalnum.

Points

Gólfíþróttin hentar flestum og nýtur aukinna vinsælda

Mikið ónotað opið svæði á þessum stað, m.a.afgirtir sparkvellir sem ég hef ekki orðið vör við að væru mikið notaðir. 9 holu golfvöllur þarna teldi ég að væri tilvalinn sem kennslu og æfingavöllur fyrir börn og unglinga. Auk þess væri hann góður fyrir eldri borgara þar sem auðvelt væri að ganga hann. Mikið af fullorðnu fólki í nágrenninu.Mikið af grónum túnum gerir svæðið ákjósanlegt þar sem það drægi úr kostnaði við uppbyggingu brauta.Samstarf við starfsfólk í Grasagarðinum ákjósanlegt.

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd og telur hana ekki tæka í kosningu. Í ljós kom að hún samræmist ekki skipulagsáætlunum á svæðinu og sprengir þar að auki fjárhagsrammann. Hugmyndin krefst ákveðinnar stefnumótunar, sem og kynningar og samráðsferlis - ætti hún að verða að veruleika. Hópurinn mælist til að við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar verði þessari hugmynd vísað inn í umræðu um væntanlegt hverfisskipulag.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information