Vegagerðin og þær stofnanir sem sjá um að leggja lagnir í götur virðast oft á tíðum ekki tala saman. Ég legg til að í hvert sinn sem malbika eða gera á við götu, sé fyrst haft samband við aðrar stofnanir til að kanna hvort leggja eigi vatns, rafmagns- eða tölvulagnir í götuna næstu árin á eftir.
Þess eru nokkur dæmi að gata hefur verið malbikuð og nokkrum dögum eða vikum seinna kemur vinnuflokkur til að rífa upp nýja malbikið og leggja einhverja lagnir eða gera við gamlar. Þetta er alveg óþarfi, bara hringja í hina og spyrja hvað sé framundan.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation