Taka burt 4 hlemma á Ánanaustum

Taka burt 4 hlemma á Ánanaustum

Taka burt hlemmana 4 á Ánanaustum

Points

Það væru mikil mistök að fjarlægja hlemmana. Það væri nær að lagfæra þá þannig að þeir virkuðu eins og lagt var upp með. Einnig mætti bæta við gangbraut á milli þeirra. Það er mikil umferð fólks á þessum stað niður að strandlengjunni og það er full þörf á að hægja á umferðinni á þessum stað. Og svo ekki sé nú minnst á hraðakstrurinn um helgar á þessum stað með tilheyrandi óþægindum fyrir okkur sem búum í nágreninu.

Hlemmarnir 4 sem settir hafa verið á götuna til hraðahindrunar eru truflandi fyrir umferð og afskaplega óþægilegir að aka yfir a.m.k. á litlum bílum. Þá skapa þeir hættu þar sem flestir bílstjórar reyna að aka á milli hlemmanna og aka þannig á miðri tveggja akreina götu. Hlemmarnir valda öllum ökumönnum og farþegum óþægindum en hafa væntanlega verið settir á götuna til að draga úr hraða þeirra sem aka of hratt. Betra væri að snúa sér að þeim ökumönnum sem aka of hratt t.d. með hraðamyndavélum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information