Gangstétt báðum megin við götuna á Laugateig
Öryggi barna er sérstaklega ógnað þegar engin gangstétt er þeim megin sem þeirra heimili er við götu. Börn og foreldrar eru hvattir til að ganga í skóla og styð ég það. Hættan er mest þegar gengið er heiman frá okku því þegar gengið er úr garðinum ertu kominn út á götu á milli bíla og því skyggni slæmt bæði fyrir gangandi sem og akandi aðila. Ég skil hreinlega ekki óréttlætið að einungis sé gangstétt öðru megin í götunni, eiga ekki allir íbúar götunnar jafnan rétt á öryggi í umferðinni?
Bætum öryggi barna með gangstétt báðum megin
af því að gangstétt báðum megin við Laugateig myndi þrengja götuna það mikið, að hættan myndi aukast fyrir gangandi vegfarendur. Þá þyrftu bílar í götunni nánast að keyra uppá gangstéttir þessar til að mætast, eða þá að leggja þyrfti bílum uppá gangstéttir til að forðast þrengsli, og þá yrði enn meiri hætta fyrir börnin á þeim gangstéttum. Myndi ekki sjást í þau fyrir uppálögðum bílum.
Umdeilanlegt er hvort Laugateigurinn sé nægilega breiður til þess að hægt sé að hafa gangstétt báðum megin og einnig að leyfa að bílum sé lagt meðfram gangstétt báðum megin. Það er því hætt við því að við myndum missa helming bílastæða við götuna með tilheyrandi vandamálum fyrir íbúa sem þyrftu þá að leggja í nærliggjandi götum eða á planinu við gamla Blómaval. Ekki víst það yrði mikill ánægja með það þegar upp er staðið..
Þar sem þessi breyting myndi þrengja götuna verulega þá er hætt við því að í slæmri færð myndi þetta valda vandamálum við akstur ruðningstækja (ekki að þau sjáist nú reglulega hér í grenndinni) og við sorphirðu. Þá myndast gjarnan miklir hryggir í götunni að vetrarlagi sem yrði illmögulegt að sneiða hjá eins og nú er hægt þar sem gatan er nægilega breið til þess.
Þó ég skilji mætavel áhyggjurnar sem liggja að baki þá er ég ekki viss um að þessi hugmynd skili sér í auknu öryggi barnanna okkar af þeirri einföldu ástæðu að þetta myndi þrengja Laugateiginn til mikilla muna og gera hann hættulegri fyrir bæði gangandi vegfarendur og akandi. Á þrengri götu þar sem lagt er báðum megin gefst mun minna svigrúm fyrir bílstjóra að bregðast við ef barn gengur framfyrir bílinn, þá er ekki hægt að sveigja frá sem annars hefði verið hægt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation