Hraðahindranir-þrengingu í Skeiðarvog við Vogaskóla

Hraðahindranir-þrengingu í Skeiðarvog við Vogaskóla

Það eru gönguljós við Vogaskóla yfir Skeiðarvoginn (að Sólheimum). Þarna er 30km hámarkshraði sem ökumenn virða misvel. Mikil slysahætta þarna þar sem börnin eru að fara yfir Skeiðarvoginn í myrkri að vetri. Legg til að þarna verði sett þrenging (sbr á Réttarholtsvegi) eða göngubrú/göng.

Points

Sonur minn var augnablik frá stórslysi þarna í haust, var að ganga yfir Skeiðarvoginn á grænu gönguljósi en ökumaður fór yfir á rauðu ljósi. Drengurinn fékk spegil bílsins í hjálminn (sem hann var sem betur fer með) og féll í götuna en meiddist ekki. Þetta þarf að laga til að koma í veg fyrir slys þarna í framtíðinni. Ekki spurning um HVORT heldur HVENÆR næsta slys verður.

Hef oft orðið vitni að bílstjórum aka yfir á rauðu ljósi þarna, þar sem þeir virðast ekki nenna að bíða eftir grænu. Einnig taka sumir sem koma úr Sólheimum (og taka hægri begju inn Skeiðarvogu) ekki mark á rauðu gangbrautarljósi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information