Þegar hjólað er frá Granda og yfir í Fossvogsdalinn er í boði frábær hjólabraut en hinsvegar hefur skipulagið klikkað því hjólað er vinstramegin á stígnum frá Gróttu að Nauthólsv en þar tekur við ómerkt þar til hjólað er hægra megin Fossvogs megin við Nauthólsv Þetta þarf að passa uppá í skipulagnin
Þegar ég hjólaði þarna um daginn þá var allt í rugli á þessu ómerktasvæði -- hjólandi og gangandi um allan stíg og ekkert skipulag enda komu þarna saman tveir mismunandi hópar úr sitthvorri áttinni og enginn vissi nákvæmlega hvar hans staður væri á stígnum.
þessi lína sem var gerð á flesta stíga sem er ekki á miðju stígs , var svo mótmælt af hjólafólki og taldist ekki góð skipting , og borgin samþykkti það held ég og er fyrir löngu hætt að halda þeirri málningu við . held það eigi að gilda bara hægri umferð, gangandi þá á kanti stígs og hjól fara framúr þeim á miðju.
En þar sem ég hjóla mikið um Elliðarárdaldinn Árbæjarmegin þá veit ég t.d. að þetta fyrirkomulag hentar hjólreiðamönnum mjög illa þar sem fólk er ekkert að fara eftir hægri reglunni. Fólk er útum allt á stígunum og því fagnar maður því þegar það rignir því þá getur maður hjólað eftir stígnum. Ef þetta er eitthvað sem borgin er hætt vegna mótmæla hjólafólks? þá vil ég heyra í þessu hjólafólki sem telur það óhentugt að mála línu á göngustíga til að aðskilja gangandi og hjólandi. Ég veit hinsvegar að betra væri að hafa þetta alveg aðskilið líkt og er farið að aukast. Einn stígur fyrir hjól og annar fyrir gangandi og eins hef ég heyrt að hjólreiðastígurinn parturinn hafi verið of mjór --- en sama hversu mjór hann er þá er það betra en engar merkingar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation