Gosbrunn í miðborgina

Gosbrunn í miðborgina

Þar sem við höfum nóg af vatni því þá ekki að gera fallegan gosbrunn í miðborgina.

Points

Það er svo skemmtilegt og róandi að sitja við fallegan gosbrunn og láta hugann reika.

Styð þá hugmynd um að setja gosbrunna í miðborgina en ekki að fjármunir séu teknir úr hverfapotti Miðborgar til að framkvæma slíka hugmynd t.d. á Lækjartorgi. í mínum huga er t.d. Lækjartorg, Ingólfstorg, Austurvöllur sameiginlegt svæði allra borgarbúa og að það eigi þá að fjármagnast af öllum hverfapottunum í borginni.

Hann mætti til dæmis vera á Óðinstorgi.

Sæl UllaBella. Gætirðu vinsamlegast lýst hugmyndinni nánar? Hvar hefðirðu t.d. hugsað þér gosbrunn? Á einum stað eða fleirum? Hversu stóran? Þetta er mikilvægt til þess að fólk geti betur áttað sig á hugmyndinni og tekið afstöðu til hennar. Bestu kveðjur, Starfsfólk Betri Reykjavíkur

Gosbrunnur væri líka frábær á Baldurstorgi - kæmi jafnvel meira á óvart þar. Setja gosbrunn þar í stað allra bekkjana, mætti dreifa bekkjunum meira um hverfið upp við sólríka og skjólgóða veggi eða grindverk

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information