Gróðursetja tré meðfram helstu stofnbrautum Grafarholts

Gróðursetja tré meðfram helstu stofnbrautum Grafarholts

Ef gróðusett væru tré meðfram helstu stofnbrautum eins og Þúsöld, Kristnibraut, Jónsgeisla og meðfram Reynisvatnsvegi myndi aðkoman inn í hverfið gjörbreytast og taka að líkjast meira því sem víða er þekkt erlendis. Göngustígar meðfram þessum götum yrðu sömuleiðis bæði skjólsælli og mun skemmtilegri til útivistar fyrir unga sem aldna.

Points

Í rokgjörnu hverfi eins og Grafaholtinu skiptir hvert einasta tré máli til skjólmyndunar. Skipulag hverfisins er einnig hannað til útivistar og talsvert er af göngustígum um hverfið. Með því að bæta trjám við hlið stofnbrauta er á sama tíma verið að gróðursetja tré við hlið lengstu göngustíga hverfisins. Þetta væri þ.a.l. auðveld leið til að bæta til muna aðstöðu sem fyrir er til útivistar auk þess sem trjábeltið væri vindbrjótur fyrir hverfið í heild.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information